Torgið

Teikning af konu að vinna við tölvu.

Torgið - stafrænt fræðslukerfi Reykjavíkurborgar - hefur nú tekið við af Fræðslutorginu, og fer öll skráning á námskeið fram þar.

Torgið heldur utan um fræðslu og þjálfun starfsfólks Reykjavíkurborgar, þar á meðal skyldufræðslu, nýliðaþjálfun, stjórnendaþjálfun og alla aðra fræðslu sem stendur starfsfólki til boða.

Torgið er alltaf opið

Í kerfinu getur starfsfólk sótt stafræna fræðslu, til dæmis á formi myndbanda eða texta, eða skráð sig á rauntímafræðslu hvort sem er fjarnámskeið eða staðnámskeið.

 

Torgið stórbætir aðgengi að fræðslu sem og eftirfylgni og yfirsýn stjórnenda.

 

Torgið er opið svæði þar sem allt starfsfólk borgarinnar er velkomið. Það lokar aldrei og iðar af lífi. Þangað getur starfsfólk sótt það efni sem það vantar og fundið aðra og nýja spennandi hluti.

 

Að torga þýðir líka að taka inn, sem er skemmtileg tenging við eiginnafn fræðslukerfisins.

 

Starfsfólk skráir sig inn á Torgið með vinnunetfangi og lykilorði.

Teiknuð mynd af torgi með básum þar sem hlutverk torgsins koma fram